ABOUT ME
Það er enginn sem ég elska meira í heiminum en börnin mín (og að sjálfsögðu maðurinn minn), en við skulum horfast í augu við það - uppeldi er ekki auðvelt. Allt frá því að fara í langar bílferðir, halda utan um heimanám, sjá um að heimilið og halda geðheilsunni í lagi.
Ég er spennt að komast uppí rúm á kvöldin og sofna yfir uppáhaldsþáttunum mínum en á sama tíma hlakka ég alltaf til að vakna og gera þetta allt aftur. En eitt er satt - brosið frá krökkunum þegar þau sjá mig eftir nóttina gerir þetta allt þess virði.
Ally heiti ég og er 29 ára - ég bý á Akureyri með unnusta mínum Ágústi og 4 börnum. Saman eigum við Sigga f. 2020 og Ölbu f. 2021 - fyrir okkar samband átti Ágúst Rakel f. 2014 og ég Köru f. 2012.
Ég ákvað að byrja með blogg einfaldlega því ég hræðist að gleyma minningum, þetta blogg er aðalega hugsað til að passa uppá minningar, tjá mig og vonandi leyfa þeim sem vilja að fylgjast með okkar daglegu lífi.
