Ég er að fara hlaupa!!
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Oct 26, 2024
- 2 min read
Ég elska að vera stolt af mér, þessi tilfinning er frábær, drýfandi og ólýsanleg - ég vona að allir upplifi það reglulega. Ég er það amk, drullustolt af mér og þá aðallega vegna þess hversu vel ég hugsa um mig, andlegu hliðina og líkamann minn.
Mér þykir svo mikilvægt að taka smá tíma á hverjum degi fyrir sjálfa mig - sama hvort það er hlaupið, skriftin, ræktin, sáli, kíró eða bara eitthvað sem lætur mér líða vel.
Ég elska að ég geti loksins sett líkamann minn í fyrsta sætið, síðustu 5 árin hef ég annaðhvort verið ólétt eða að ná mér eftir meðgöngu og djöfull er ég komin með nóg af því 😮💨
Mér finnst svo geggjað og frelsandi að fara útað hlaupa en það tók mig nokkrar vikur að kunna meta hlaupið og finna fyrir því að ÞURFA komast út að hlaupa.
Í morgun eða reyndar í gærkvöldi fékk ég þessa tilfinningu, að þurfa komast út og hlaupa. Ég henti mér út í hádeginu og skilaði inn geggjuðum 8 km 😍
Eftir hlaupið settist hjá Ágústi í sófanum, krakkarnir að leika sér í gólfinu og Ágúst segist elska hvað krakkarnir eru róleg og dugleg að leika sér - draumabörn! Það eina sem er hættulegt við þetta er það sem kom næst útúr honum.......
Ætli það sé eitt barn sem á eftir að koma til okkar..?
Ha???!
Nei..?
Hættu!
Hallóó, nei nú ertu að djóka Ágúst!
Úff, þarna tók við 10 mín ræða frá mér hvað líkaminn minn er búinn með sitt og núna er okkar tími! Ég er að fara hlaupa sko.. ég er ekki að fara labba eins og mörgæs aftur.. ég er að fara hlaupa Ágúst!
Þótt börnin séu dásamleg í korter þíðir ekki að við séum bara með þetta og tilbúin í annað barn! Jesus minn
Jæja..
Ég held reyndar að hann hafi hugsað sinn gang stuttu síðar ...
Ég ákvað að fara út með þrjú yngstu krílin og gefa Águsti smá metíma - það fór ekki betur en svo að Rebekka sat á orginu úti, kláraði þolinmæðina mína á aðeins korteri og var mætt aftur til pabba síns áður en hann gat einu sinni hugsað hvað hann ætlaði að nota tímann í ...
Heldurðu að þetta verði eitthvað skárra ef við förum í annað barn??
Ef þú finnur leið til þess að þú takir næstu meðgöngu þá skal ég íhuga þetta en þangað til þá bara nei takk ástin mín.. ég er að fara hlaupa!




Comments