top of page
Search

Út með lyfin

Afhverju hættum við að gera hluti sem eru góðir fyrir okkur? Núna er komið ár síðan ég bloggaði síðast, ár síðan ég talaði daglega um hvað bloggið hjálpaði mér að losa um streitu og kvíða en einnig ár síðan ég lenti í áfalli.

Í staðinn fyrir að halda blogginu áfram, losa um hugsanir, fá þennan "sálfræðitíma" daglega og mögulega hjálpa mér í gegnum áfallið að þá stoppar allt.. ekkert blogg, ekki neitt og ég loka mig af. Ég held þetta sé ákveðin varnarviðbrögð hjá mér sem mig langar að vinna í..


Anyways, ég ákvað i dag að ég skyldi byrja aftur og mögulega muna það hjálpa mér i næsta kafla sem við skulum skíra líf án lyfja 👌

Á sama tíma er ég ótrúlega spennt en drullu smeik - ég er nýlega hætt að taka kvíðalyfin mín og díses kræst hvað þetta er erfitt.. ótrúlegt hvað kvíði getur haft mikil áhrif á daglegt líf án þess að maður áttar sig á að þetta sé kvíði.

Btw er bæði læknir og sálfræðingur með mér í þessu þar sem ég gæti ekki og mæli allsekki með að gera þetta sjálfur.

Núna þarf ég að vinna í kvíðanum - lyfin eru farin og ég tilbúin að gera þetta sjálf! Hinsvegar er ég ennþá á þunglyndislyfjum sem ég ætla að trappa hægt og rólega niður og guð blessi þetta heimili á meðan því stendur. Ég hef upplifað fráhvarfseinkenni og þau eru 100000% verri en þunglyndið sjálft og þessvegna muna ég fara ofurhægt í þennan kafla en mikið er ég tilbúin í þetta!

Því miður held ég að þetta muni hafa jafn mikil áhrif á mig og þetta mun hafa áhrif á elskulega Ágúst minn sem er oftar en ekki fórnalambið í þessum pirringsköstum mínum 🙈

Við komumst í gegnum þetta! Við erum ofur dugleg að tala saman um þessi mál en svo hjálpar helling hvað hann er með mikla þolinmæði og skilning þegar það kemur að þunglyndinu og kvíðanum.. hann er einfaldlega besti stuðningur í heimi og stór ástæða afhverju ég er nógu sterk til að geta unnið í mér 🤍


Tólf ár á lyfjum og ég er meira en tilbúin að losa mig við allar þessar effings aukaverkanir sem þessi bévítans lyf hafa! Vera tilfinningalega dauð, of tilfinningalega rík, pirringur, stöðug þreyta og margtmargt fleira sem ég vona að lyfin séu að hafa áhrif á.

Hversu glatað væri það ef þetta væri svo engar aukaverkarnir..??? Ef þetta er svo bara ég að vera ég 🫣

Ég mun amk sakna þess að geta kennt lyfjunum um hitt og þetta 🥹😅



 
 
 

留言


bottom of page