top of page
Search

Veikindi Ölbu

Updated: Jan 17, 2023


Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær, hún var aðeins þriggja mánaða og var með hita 38 - sama dag mælist Kara jákvæð á covid heimaprófi. Við höfum það frekar gott hérna í Fagrasíðunni þar sem við búum á tveimur hæðum og gat því Kara átt sína hæð fyrir sig. Þar var hún með aðgang að klósetti, sófa, herberginu sínu, sjónvarpi, fullt af dóti og fékk máltíðir afhentar í stigann :´)

Alba hinsvegar hafði það ekki eins gott, hún hafði vaknað um nóttina eftir fyrsta dag í veikindum og átti erfitt með öndun. Ég vek Ágúst og bið hann um að hringja í sjúkrabíl, mér leist ekki á þetta og þar sem Kara var með jákvætt heimapróf var allt eins og það væri í slow motion - sjúkrabíllinn var lengi að koma, ég hugsaði skrilljón sinnum á meðan ég beið, vorum við ekki nógu skýr hvað væri í gangi hér? Að þriggja mánaða dóttir okkar væri sjóðandi heit og ætti erfitt með öndun ?? Jæja.. bílinn kom!


Grímuklæddir auðvitað, þannig var þetta allt saman á þessum tíma. Allir dauðhræddir við Covid... Þeir komu inn, mældu lífsmörk Camillu, sem komu þokkalega út fyrir utan að hún mælist með 40.1 stiga hita og var frekar uppgefin. Ég spyr hvort þeir vilja fá hana uppá sjúkrahús en þeir töldu það ekki nauðsynlegt og væri frekar ÓHENNTUGT þar sem elsta dóttir okkar greindist jákvæð á heimaprófi. Þarna voru þeir búnir að láta mig efast um hvað mér þótti um þetta, ég hugsaði bara æ, já það er rétt. Best að leyfa Ölbu að hvíla sig, fá stíl og vera ekkert taka neinar áhættur... Þessi dagur var alveg fínn það sem eftir var af honum, við vorum dugleg að gefa henni stíla og halda hitanum niðri. 1.febrúar 2022 og þriðji sólarhringurinn af háum hita. Alba var orðin svo uppgefin og svo ólík sér, ekkert bros, ekki neitt svo ég ákvað að fá sjúkrabíl og vera ákveðin að vilja láta kíkja á hana betur. Aftur byrjar allt í slow motion, allt gerist svo hægt því Kara greindist jákvæð á heimaprófi.. Sjúkrabíll kemur og fer með okkur uppá spítala - þar erum við mægður settar i einangrun, lífsmörk tekin -hún mælist með 41.6 stiga hita og 270 í púls! Jess 270 takk fyrir pent.

Þarna voru flestir búnir að stíla á að hún væri komin með covid og það var næsta skref, taka covid test sem var ömurlegt að horfa uppá :( Ég man eftir að hafa haldið á henni þétt að mér og hún öskrandi. Henni leið nógu illa fyrir, ég gat ekki horft á hjúkkuna stinga þessu priki upp í nefið og kokið á þriggja mánaða stelpunni minni svo ég leit undan og hélt fast í hana.

Loks er þetta kláraðist man ég að ég hringdi grátandi í Ágúst sem var heima með Sigga sofandi og Köru á efri hæðinni. Ágúst róar mig alltaf, sama hvað er í gangi þá er hann rólegur fyrir mig og börnin.

Ég hringi myndsímtali í hann og leyfi honum að sjá Ölbu og sýni honum stofuna sem við erum í - á meðan kemur hjúkkan og segir okkur. að prófið hafi verið neikvætt, guðsélof!

Þá loksins er tekin blóðprufa, þvagprufa og fleira sem gáfu okkur þær niðurstöður að hún væri með sýkingu í blóði af völdu þvagfærasýkingu. Við vorum því færðar í annað herbergi þar sem við áttum að vera sóttar - Camilla litla Alban mín átti að verða lögð inná barnadeild.

Við vorum örugglega búnar að bíða í 3 mínútur í þessu herbergi þegar allt breyttist, Alba breyttist, hún svaraði ekki, hún andaði mjög takmarkað og ég kalla á hjálp. Læknir kemur, segir eitthvað í talstöð og biður mig um að koma í næsta herbergi. Næsta herbergið er akút herbergið, afhverju ættum við að vera í akútherberginu ? Ég veit vel hvað gerist inní þessu herbergi og hér þarf dóttir mín ekki að vera.. Þetta var það eina sem ég hugsaði en áður en ég vissi þá var Alba orðin blá, meðvitundarlaus og ég vissi afhverju við vorum þarna inni. Ég lít á næstu manneskju í galla og segi við hana, hérna, taktu hana, bjargaðu henni og hleyp út. Það koma tvær hjúkkur til mín og ég bara græt, ég öskra og ég bið um síma svo ég geti hringt í Ágúst. Þessar sekúndur liðu eins og mínútur, Ágúst svarar og ég öskra bara á hann, komdu upp á spítala NÚNA, Alba er mjög lasin, ég er ekki með hana lengur hjá mér, hún datt út og ég veit ekki hvað er að gerast. Ágúst var frekar ruglaður í símann þar sem hann hafði sofnað heima svo hann yrði hress með Sigga um morguninn. Ég trylltist í símann, VAKNAÐU ÁGÚST! Það er eitthvað að!! Þú verður að koma núna uppá spítala, hann rankaði við sér og ég hringdi í vinkonu mína sem kom hlaupandi yfir til Ágústar svo hann gæti komið til okkar. Ágúst hringdi í mig á leiðinni uppá spítala og spurði bara hvað væri í gangi? Hann talaði við hjúkku sem sagði honum að við værum ekki viss um ástand Ölbu, hún væri meðvitundalaus, og sé að fá öndunaraðstoð - ég bara grét. Ég lá í gólfinu og hélt að ég væri að missa hana.

Sem betur fer kom hjúkka til mín og sagði mér að hún væri komin með meðvitund en væri alveg búin á því og ég mætti koma og sjá hana. Guð minn almáttugur, sjá þessa pínulitlu manneskju í risastóru rúmi, í risastóru hvítu herbergi með 15 manneskjur yfir sér. Ég labbaði að henni og hún leit á mig, ekkert bros, bara leit á mig, tengd við allskonar tæki, þessi litla dama sem er mér svo mikið horfði á mig og sagði "mamma, þetta er allt í góðu". Eftir örfáar sekúndur kom Ágúst og hann bara hélt mér, tók utan um mig og sagði "þetta er allt í lagi, sjáðu hana, hún er í lagi" Þarna var hann kletturinn okkar Camillu, hann spurði spurninga, hann hélt fast í mig, fylgdist vel með Camillu og fékk að heyra skref fyrir skref hvað gerðist og hvert framhaldið væri.


Ágúst er án efa eitt það besta sem hefur komið fyrir mig, hann styrkir mig, hann stendur alltaf með mér, hann er búinn að gefa mér yndisleg börn, hann elskar mig svo mikið, ýtir mér áfram og það sem ég gleymi aldrei er þetta móment - hann hélt mér saman, hélt utan um mig, róaði mig niður, gerði allt til að mér liði betur þótt hann væri sjálfur mölbrotinn að innan.

Ég á alltaf erfitt með að rifja þetta upp og ég held þetta sé gott í bili - það eina sem skiptir máli er að hún er hér með okkur í dag.


ree

ree

ree

ree

ree

 
 
 

Comments


bottom of page