top of page
Search

Baðtími


Einn af mínum uppáhalds tímum er þegar við böðum börnin - það skiptir ekki máli hvenær það er eða hvernig þau eru stemmd, það er alltaf svo gaman hjá þeim. Siggi og Alba eru svo frábær saman, svo heppin með hvort annað - ég elska að horfa á þau leika sér.

Siggi er oftast nær blöndunartækinu, hann stjórnar hvort vatnið komi úr krananum eða sturtuhausnum nema það að pabbi á það til að bregða honum með því að setja sturtuhausinn í gang - Sigga bregður og það tekur hann smá tíma að átta sig hvað er að gerast, breytir svo stillingunni og hlær! Ef Alba er undir sturtuhausnum þá breytist hún í svokallaðan kjúkling, þar sem hún veifar höndunum upp og niður eins og kjúklingur :´)


Nokkrar myndir af baðtímanum



 
 
 

Comments


bottom of page