top of page
Search

Bolludagur og ælupest 👍

Helgin er búin að vera frábær, eða allavega að mestu leyti. Rakel verður með okkur þessa helgi og þar sem bolludagurinn er á mánudaginn næsta ákváðum við að halda bolludag saman um helgina 🤩

Siggi kom heim með krúttlegasta bolluvönd sem ég hef séð 😍


ree

Á föstudeginum eyddi ég kvöldinu með vinkonum mínum, við fórum á happy hour, fengum okkur að borða og enduðum svo heima hjá einni þar sem við spiluðum og spjölluðum fyrir alla vikuna 😅

Ég elska svona kvöld, þær eru svo mikilvægar ❤️


Á laugardeginum var bolludagurinn haldinn heima 🥰

Við fórum öll saman í búðina, keyptum bollur, glassúr, nutella, rjóma, fullt af nammi, allt fyrir heimagerða pizzu.

Við Ágúst elskum þetta, fara öll saman í búð, kaupa allskonar gotterí til að gera dagamun ❤️

Fljótlega eftir að við komum heim þurftum við að gefa Sigga og Ölbu hádegismat og leggja þau niður fyrir lúr.

Á meðan þau sváfu horfðum við Ágúst á fótbolta og gerðum svo allt klárt fyrir bolludagskaffið og af því börnin elska að koma á óvart og rugla í öllu þá vaknaði Siggi nánast öskrandi 🤯

Hvað er í gangi ???

Elsku drengurinn var búinn að æla allt rúmið sitt!!

Ágúst tók Sigga beint á klósettið og ég reif allt af rúminu.

Ég finn svo til með þeim þegar þau kasta upp, þetta er svo mikið átak fyrir þau - vildi ég gæti tekið þennan bardaga fyrir þau 😔

Ég hoppaði í bað með Sigga og reyndi mitt besta að hlúa að honum. Siggi verður alltaf svo knúsinn, lítill í sér og vill helst bara verið í fanginu mínu - ég elska þegar hann er svona en augljóslega vill ég að aðstæður séu aðrar. Siggi er oftast fljótur að hrista svona veikindi af sér og vonandi verður restin af deginum í dag (sunnudagur) góður 😊


Ég sit núna uppí sófa að heilaþvo mig af love island, stelpurnar voru að fá sér bollur, Ágúst var að koma úr sturtu og litlu krílin hvíla sig ❤️

Á morgun er stór dagur, Alba fer í ítarlega skoðun og við fáum vonandi góðar fréttir 🥰


Talandi um, Alba er vöknuð og verð ég því að hoppa upp að sækja snúlluna ❤️



 
 
 

Comments


bottom of page