top of page
Search

Bóndadagur

Elsku bóndar, til hamingju með daginn ykkar 🥳


Ég er heldur betur heppin með minn bónda og ég er svo endlaust þakklátt fyrir að hafa kynnst honum snemma á lífsleiðinni - það er svo margt sem mig langar að upplifa en hefði ekki viljað upplifa án hans.

Hann hefur gjörsamlega hvolfað öllu í mínu lífi (á jákvæðan hátt - nokkuð viss um að allir sem þekkja mig séu sammála)

Það eru komin nokkur ár síðan ég kynntist honum og á þessum "stutta" tíma hefur hann fengið skrilljón tækifæri til að sýna mér hvers megnugur hann er.

Þegar við kynnumst var ég hálfbrotin, ég átti eftir mikla sjálfsvinnu sem ég hafði ekki hugmynd um að ég þyrfti á að halda - ég var full af sjálfri mér, óhamingjusöm, átti ömurlegt samband við sjálfa mig en ég var með meistaragráðu í að vera með grímu.

Hann hefur styrkt mig, hann hefur hjálpað mér að vinna úr öllum áföllunum, hjálpað mér að verða skrilljón sinnum betri manneskja, kennt mér að standa upp fyrir sjálfri mér og hjálpað mér að átta mig á því hvað virkilega skiptir máli.

Þvílikur maður og jesús minn hvað eg var heppin að fá mann sem elskar mig það mikið að hann er tilbúinn að ganga í gegnum mörg ömurlega erfið tímabil bara svo mér líði betur ❤


Ég held eg hafi aldrei hitt jafn heilbrigðan einstakling og hann Ágúst minn, hann er svo raunsær, tillitsamur, fljótur að horfa á hlutina útfrá öðrum, sér af sér þegar hann gerir eitthvað rangt, skilningsríkur og mesta down to earth manneskju sem eg veit um.

Elska þig allan ⭕️

Án efa besti maður sem ég hef kynnst ❤️

ree
ree
ree

 
 
 

Comments


bottom of page