Börnin mín eru svo elskuð
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Apr 19, 2023
- 2 min read
Það er eins og einhver hafi ýtt á takka.. ég er búin að vera svo róleg og spennt síðustu daga en nú kom að því að kveðja litlu molana okkar og þá hrundi veggurinn.
Afhverju er svona erfitt að fara frá þeim? Ég veit þau eiga eftir að skemmta sér, njóta sín og allt það en að geta ekki tekið utan um þau, kysst eða séð þau fer með mig.
Jajajaja væmin blahblah, ég veit, það er bara svo gott að geta "sagt þetta svona upphátt".
Ég er samt mjög spennt að slaka á, þurfa ekki að hugsa um neitt annað en mig og njóta, bara við Ágúst 🤩
Við erum ný lögð af stað frá Akureyri og Ágúst sendi mig aftur til ársins 2008, hann setti gamlan geisladisk með Bubba í tækið og hækkaði vel. Nokkuð viss um að þetta séu gömlu lögin hans, Ísbjarnablús, Hiroshima, stórir strákar fá raflost, blindsker og fleiri í þá áttina. Það eina sem kemur upp í hugann minn er hann pabbi minn, við bjuggum í Lundarbrekku 2, 200 kópavogi þegar ég var 15 ára, Bubbi var margoft settur í græjurnar og hækkað í botn, sérstaklega þegar pabbi var að þrífa og skúra 😎
Núna var lagið "Sumar konur" að byrja og það er eitt af mínu uppáhaldslagi með honum 🥰
Bubbi mun alltaf minna mig á pabba ❤️
Ég strax orðin rólegri, það er eitthvað við það að skrifa niður það sem ég er að hugsa - ég mæli með þessu, sérstaklega fyrir kvíða og þunglyndispésa eins og mig.
Börnin mín eru svo heppin að eiga góða að, Kara mín ætlar að eyða næstu dögum með ömmu Sigrúnu og systir sinni, þar líður henni vel, nánast best. Rakel ætlar að vera með litlu krílunum og ömmu Evu yfir helgina á Ólafsfirði - hún er ótrúlega dugleg með systkinin sín, leikur við þau endlaust, með bilaðslega sterka réttlætiskennd ef Siggi ætlar að nýta sér að vera stærri og sterkari en Alba og hrifsa eitthvað af henni en getur orðið svo ótrúlega pirruð ef þau hlíða henni ekki 😅
Þessi vika á eftir að líða svo hratt, við ætlum að njóta og koma endurnærð til baka, vá það verður svo yndislegt að koma aftur heim ❤️
Comments