top of page
Search

Dýrasta samfellan

Ég lygg uppí sófa, Ágúst er að spila frekar nasty leik, buið að hengja fólk hér og þar og bara virkilega nasty leikur. Þarna nær hann hugarró 🥲

Á sama tíma og ég skil ekki tölvuleiki þá finnst mér gott að hann geti kúplað sig algjörlega út í svona leikjum, þetta er hans tími ❤


Það heyrist í Ölbu uppi babla, hún er vakandi því hún sofnaði í bílnum á leiðinni heim frá Ólafsfirði. Bæði hún og Siggi eru þreytt en glöð með helgina - þau fengu að sjá svo marga og vera i kringum fjölskylduna sína.


Við vorum svo heppin að fá afa Steina, ömmu Öllu, Kiljan og Max í mat í gær ❤

Siggi og Alba tala mjög oft við afa og ömmu í myndsímtali, þau eru alltaf jafn spennt þegar ég spyr hvort við eigum að hringja í afa - Siggi hleypur til mín og bíður eftir að afi svari en þegar afi hringir í okkur þá er bara happ og glapp hvort Siggi sé í góðu eða vondu skapi. Ef Siggi er í vondu skapi passar hann að enginn geti talað í símann, þá þurfa sko allir að snúast um Sigga og engan annan!


Siggi var ekki lengi að kalla "AFI" þegar hann sá afa sinn koma inn en það heldur betur snérist allt við þegar hann sá að það var hundur með þeim! Ah þarna er Siggi ekki öruggur, hann þurfti smá tíma... Siggi hefur aldrei sýnt dýrum mikinn áhuga og honum er sko allsekki sama þegar dýr kemur að honum... elsku blómið mitt.

Hinsvegar var Alba spennt að hitta Max, hún þurfti bara að fá pabba sinn til að sýna sér að þetta væri í lagi og þá var hún róleg. Max fékk meira segja að kyssa hana í framan 🤩

Elsku börnin mín, svo ólík.


Ég elska þegar börnin mín fá gjafir, hvað þá þegar þær eru búnar til af fólkinu okkar - Camilla ömmumús fékk tvo eyrnaskjól sem amma Alla hafði heklað, svo fallegt 😍

Ég er svo mikill sucker fyrir einhverju svona og það er sko alveg hægt að treysta á það að það sem börnin mín fá, sérstaklega fatnaður, að það verður hugsað vel um það - ég á alltof auðvelt með að tengjast fötum a tilfinningalegan hátt..


Eitt samt ég man svo sérstaklega eftir, ég versla mjög mikið á krakkana í hjalpræðishernum, nota þau á börnin og fer aftur með þau í herinn þegar þau eru orðin of lítil. Þetta atvik var eftir að Alba veiktist og ég var að losa mig við föt sem ég hafði ekki þörf fyrir lengur og vildi ekki eiga. Hún stækkaði svo hratt eftir veikindin og því var þó nokkuð sem ég gat losað mig við.

Nokkrum dögum seinna þá fer ég í hjálpræðisherinn til að skoða og ég sé eina samfellu sem ég hafði komið með, augljóslega samfella sem Alba átti. Sama kvöld vorum við Ágúst að skoða myndir af Ölbu af spítalanum og á nokkrum myndum var hún í þessari samfellu.

Guð minn almáttugur, ætli það hafi ekki tekið mig 2 sek að brotna niður, 10 mín að væla í Ágúst og daginn eftir var ég búin að grátbiðja hertex (hjálpræðisherinn) að litast eftir þessari samfellu og geyma hana fyrir mig.

Þetta var komið á þann stað að ég hefði örugglega borgað marga þúsundkalla fyrir þessa samfellu.

Jæja! Samfellan fannst og ég fékk að eiga hana! Sjaldan verið jafn þakklátt einhverju fyrirtæki og þarna - greyið mömmuhjartað ef sagan hefði endað á hinn veginn.


Ef þið sjáið innrammaða samfellu heima hjá okkur þá vitið þið afhverju...



 
 
 

Comments


bottom of page