Ekki breyta því sem er svo yndislegt
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Mar 9, 2023
- 3 min read
Það er ýmislegt sem við foreldrar barna á bilinu 2-5 ára getum gert til að gera lífið auðveldara t.d. ekki taka krakkana með í bónusferðina, aldrei dettur mér í hug að fara með krakkana ein í búðina - ef Ágúst er með er það ekkert mál og ég held ég myndi eyðileggja svo mikið þegar það kemur að aga hjá þeim ef ég færi ein með þau.
Þegar við Ágúst förum með krakkana í bónus á ég það til að stinga upp á að leyfa Sigga að labba um í búðinni bara því ég vil leyfa honum að vera frjáls.. okei þarna byrjar þetta.. þetta er það sem ég geri til að fokka í öllu sem við höfum unnið að...
Ágúst segir alltaf "uuuu nei" eins og ég ætti að vita betur... ég á að vita betur. Afhverju að breyta einhverju sem virkar svo vel? Krakkarnir eru nánast alltaf eins og englar í búðinni en þau vita líka sín mörk, þau vita nákvæmlega hvernig búðaferðin fer fram, þau vita að þau sitja saman í kerrunni og þau vita að það er ekki í boði að borða í búðinni nema það sé banani í krónunni. Það er pínu eins og ég vilji að allt fari í caos, afhverju ætti ég að vilja leyfa Sigga að labba um þegar ég veit náááákvæmlega að hann mun hlaupa um allt, taka allt úr hillunum og líklegast taka kast?
Þetta er bara eins og með bókina sem ég ætlaði að lesa fyrir þau, ég vildi sjá hvernig það gekk og það heldur betur fór úr böndunum. Það varð ekki bara allt vitlaust á meðan ég reyndi að lesa heldur var muuuuun erfiðara að fá þau til að sofna.
Þetta er eitt af því sem gerir okkur Ágúst svo góð, við jöfnun út vitleysuna í hvort öðru ❤️
Já bónusferðin! Bónusferð gærdagsins var yndisleg!
Við Ágúst hittumst fyrir utan bónus, ég var komin aðeins fyrr með krakkana og í mínu bjartsýniskasti fannst mér góð hugmynd að sleppa sækja kerru fyrst og rölta bara í rólegheitum yfir allt bílastæðið og inn í búðina með tvo gríslinga.
Jaja það er alveg dooable nema ég aftur í bjartsýniskasti ákvað að taka Ölbu fyrst úr bílnum - ég tek Sigga alltaf.. okei augljóslega ekki alltaf fyrst úr bílnum því hann er svo dugegur að bíða hjá mér þangað til ég er búin að losa Ölbu - en nei, tók Ölbu fyrst þetta skiptið og var fljót að sjá eftir því, litla daman var ekki leyfa forvitninni að ráða, vildi sko ekki vera kyrr, ég hafði ekkert tak á henni því ég þurfti tvær hendur til að losa hnoðra. Ég var alltaf að hlaupa eftir Ölbu, setja hana niður, losa hnoðra smá, hlaupa eftir Ölbu, setja hana niður, losa hnoðra smá... þetta gekk svona í smá stund þar til ég þurfti að fá aaaðeins meira en 1 sekúndu í einu til að losa hnoðra.
Höfum eitt á hreinu, Siggi er í glataðasta bílstól sem ég veit um, þú ýtir ekki bara á einn taka og kvisskvamm búmm hann er laus.. neinei aðeins flóknara en það með dass af ýkjum.
Jæja ég kræki löppunum utan um Ölbu og held greyinu þannig þar til ég loksins næ Sigga mínum út ❤️
Ég er alltaf svo meðvituð hvað fólk hugsar i kringum mig og það var einn náungi í bíl fyrir aftan okkar sem hefur séð þetta allt og ábyggilega hugsað hvað hann vorkenndi mér að vera ein að standa í þessu en neinei vinur minn, ég er sko ekki ein í þessu. Þetta var bara ég í bjartsýniskasti 😅
Ég ætlaði samt að segja frá hvað krakkarnir voru yndisleg í búðinni 😍 þvílíkt krútt að knúsast og kyssast í kerrunni ❤️
Nappaði myndir af þeim, guð sé lof - ég væri örugglega miður mín ef ég hefði ekki náð því.
Comments