top of page
Search

Ekki voga þér að taka bílana af okkur!!

Í gær spurði Ágúst mig hvort það yrði ekki mikill munur að komast á bíl, ég sagði jújú en það er svo hressandi að labba með krakkana í leikskólann - ég held það verði ekki svo mikill munur..

Stundum tala ég með einhverju öðru en munninum mínum og læri aldrei á þvi! Ég fékk loksins bilinn aftur og ég held að ég hafi aldrei átt jafn yndislegan morgun með krökkunum 🙄

Hvernig getur það verið bílnum að þakka? Ég skal sko segja ykkur!

Ég þurfti ekki að kappklæða þau bæði, það var nóg að henda úlpu, skóm og húfu á þau. Já það er mjög mikill munur að sleppa við útigallann, ullarfötin og vettlingana - það er ákveðinn bardagi sem ég þarf að vinna ef allt á að ganga upp.

Við þurftum ekki að berjast i gegnum snjóinn með kerruna þar sem kerran okkar var augljóslega ekki gerð fyrir snjó, ég þurfti ekki að taka kraftgöngu upp brekkuna að leikskólanum og vera svo kófsveitt þegar ég loksins er komin í leikskólann - ég klæði mig mjög vel enda veeel kalt þessa dagana en þegar ég er komin uppi leikskóla þá neyðist ég til að taka húfuna af mér því mér er svo heitt 🥵

Ímyndið ykkur, kuldaskór, snjóbuxur, þykk úlpa, vettlingar og svo sleikt hárið meðfram andlitinu mínu 😑

Jæja, Siggi kominn i leikskólann og þá þurfum við að drífa okkur heim, ég þarf að vera klár að taka á móti 4 börnum eftir fáeinar mínútur og vera þar að leiðandi búin að klæða okkur Ölbu úr öllum útifötum, ganga frá, og koma kerrunni fyrir.

Til að gera grein fyrir tímarammanum þá opnar leikskólinn klukkan 7.45 og ég þarf helst að vera með allt klárt heima klukkan 8. Ég var búin að venjast þessari rútínu og gjörsamlega búin að steingleyma hvað bíll gerir mikið fyrir mann.

Ég kveikti á bílnum og kom með hann að hurðinni okkar klukkan 7.20 - í rólegheitum tók ég saman þessi fáu útiföt sem krakkarnir þurftu að fara í, Siggi lék sér með nýju bílabrautina á meðan ég klæddi Ölbu og þegar ég bað hann um að koma í útiföt þá gerði hann allt svo litla systir gæti ekki leikið sér með bílana sína 😅

Litli hnoðrinn barðist við að halda á bílunum, missti þá stöðugt á leiðinni til mín, rétti mér þá og bað mig um að geyma þá á hillunni - eigingjarna krúttið mitt 🥹

Við skottuðumst svo öll saman í ágætlega heita bílinn, þarna er klukkan ca 7.40 og við lendum meira segja í því að þurfa bíða aðeins í bílnum því það var ekki búið að opna leikskólann.

Ég hendist með Siggi inn, úr úlpunni, húfunni og skónum - ég held að klukkan sé ennþá 7.45 þegar ég kveð hann 🤯

Alba og Kara eru rólegar í bílnum, ég hendi Köru í skólann sem er að vísu bara í leiðinni, fer heim með Ölbu, geri allt klárt og klukkan er 7.50!

Jesus minn, það var ekkert gert í flýti btw, allt rosa rólegt og þæginlegt. Vá þvílíkur munur 😮


Þannig til að svara þér Ágúst - já ástin mín, það er ekkert smá mikill munur að komast aftur á bílinn!!


Nokkrar myndir af gærdeginum þegar börnin ákváðu að endurraða forstofunni hennar Ingu 🤭

En fyrst bílarnir!


 
 
 

Comments


bottom of page