top of page
Search

Er einhver sem bloggar ennþá ?

Ég hef verið að lesa blogg hjá sænskri mömmu - hún hefur verið að blogga í hverjum mánuði í amk 12 ár.

Ég byrjaði að lesa bloggið hennar fyrir einhverju síðan og hugsaði vá hvað það hlýtur að vera gaman fyrir hana að lesa blogg sem hún gerði 2011 þegar elstu börnin hennar voru bara pínulítil.

Ef það er eitthvað sem ég elska þá er það að skoða gamlar myndir, lesa dagbækur og í rauninni bara fara yfir minningar - þannig ég ákvað að ég ætla prufa blogga.

Mig langar virkilega að geta "lesið aftur í tímann" - lesa um hvað krakkarnir mínir voru að gera í hversdagsleikanum, hvað þeim fannst skemmtilegast og í rauninni hvernig lífið fór fram.

ree

Ef það er eitthvað sem gerir mig hamingjusama og stolta, þá er það að fylgjast með börnunum mínum.

Í dag búum við Ágúst saman í Fagrasíðunni með Köru, Rakel, Sigga og Camillu - Ágúst vinnur hjá SS byggi og það styttist heldur betur í spánarferð sem vinnan hans er að bjóða okkur í.. (ég held þau séu að bjóða því ss byggir er 45 ára?). Ég sjálf er að vinna sem dagmamma, ég vinn heima með Ölbuna mína ásamt 4 öðrum stelpum og eru þær allar búnar að búa til stað í hjartanum mínu - bara við það að hugsa til þeirra kvíði ég stöðugt fyrir því þegar síðasti dagur þeirra verður hjá mér :( Ég þoli ekki kveðjustundir, sérstaklega ekki því þær eru ekki tengdar mér á neinn hátt, nema ein sem er dóttir vinkonu minnar og mun ég því líklegast fylgja henni í gegnum næstu ár en hinar þrjár hef ég í rauninni enga afsökun til að hitta eftir að þær fara í leikskóla. Okei, ég er búin að skrifa í kannski 10 mínútur og mér finnst þetta æði, líður pínu eins og ég sé bara að tala við sálfræðing án þess að vera tala við sálfræðing... æ, það er allavega eitthvað þægilegt og gott að skrifa það sem ég er að hugsa.


Jæja, þetta kom skemmtilega á óvart - þetta er fínt í bili, þarf aðeins að læra á þetta og langar aðeins að knúsast í Ágústi áður en við þurfum að fara sofa.



 
 
 

Comments


bottom of page