Heimavist er ekki heimili fyrir vandræða unglinga...
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Jan 27, 2023
- 2 min read
Við Ágúst, Kara og Rakel erum á leiðinni til Ólafsfjarðar í jarðaförina hans afa Óla.
Siggi fór í leikskólann og Alba er heima í pössun. Þetta er því í annað sinn sem hún fer í pössun hjá einhverjum öðrum en afa og ömmu.
Okkur fannst nauðsynlegt að kynnast stelpu hér á Akureyri sem gæti reddað okkur a svona stundum. Þetta,, að fá pössun finnst mér bara drulluerfitt, ég dagmamman verð pínulítil í mér þegar börnin mín fara í pössun - afhverju? No clue, mér líður best þegar börnin eru hjá okkur.
Þegar við auglýstum eftir barnapössun þá fékk ég alveg nokkur skilaboð frá stelpum, ég fékk skilaboð frá stelpu sem sagðist búa á heimavistinni.
Mmm afhverju ætti stelpa á heimavistinni að vilja passa börn?? Bara til að fá pening fyrir næsta skammt?? Og hvernig dettur henni í hug að ég myndi bjóða henni á mitt heimili ??
Ég var ekki lengi að hunsa þessi skilaboð og halda áfram.
Ég talaði alveg við nokkrar en fann ekki það sem ég var að leitast eftir, vorum með ákveðna dagsetningu sem okkur vantaði pössun og ég vildi fá þær í prufu 2-3 sinnum áður en þær tóku langa pössun.
Að þetta hafi ekki gengið smurt var ég búin að segja við mig að þetta hafi ætlað að fara svona, við eigum ekki að fá pössun - það er verið að sýna mér það svona, eðlilega....
Einhverjum dögum síðar er ég að tala við einhvern, man ekki hvern, einhverja vinkonu mína og ég hreinlega man ekki hverja - þetta blogg er að fara breyta lífi mínu, ég er með mögulega ömurlegasta minnið.. anyways
Ég var að tala við vinkonu mína og hún er að segja mér að hún hafi verið a heimavistinni þegar hún var yngri....
Ég varð mjög hissa, ég hafði ekki hugmynd að hún hafi verið á slæmum stað a yngri árum en jæja, hún fór að segja mér hvað hún hafi átt erfitt með skólann á þessum tíma, eðlilega - skóli og neyslan virka ekki vel saman. En að hún hafi aftur á móti fundist þessi tíma skemmtilegur og myndi hiklaust mæla með að búa þarna á meðan maður er í skóla.
Biddubiddu?? Hvað ertu að segja? Mæla með að búa þarna? Er þetta ekki staður sem maður er skikkaður að fara á? Er þetta ekki heimili fyrir fólk sem er að berjast við fíkniefni??
Okei vá hvað ég er búin að misskilja mikið - heimavist? Segðu mér að þetta hljómi ekki eins og einhversskonar afvötnunar hýbýli eða vandræðaunglinga heimili. Ég kem úr reykjavík, þar er þetta kallað stúdentagarðar.
Svo allt i einu fattaði ég að stelpan sem sendi mér skilaboð vegna pössun sagðist búa a heimavistinni og ég litaði hana sem fíkil eða vandræðaungling 🥲
Til að enda þessa brenglun hjá mér þá hafði eg samband við þessa stelpu, hún kom og hitti krakkana, er með svo yndislega nærveru og gjörsamlega allt á hreinu.
Ég er ekki beint auðveld, ég vil fá að heyra reglulega af krökkunum, fá myndir, vita hvað þau eru að gera og helst bara hafa þau live í símanum.
Við erum ótrúlega heppin að hafa kynnst henni, hún er frábær og á mjög auðvelt með að róa mömmuhjartað 🥰

Hérna fóru þær saman á glerártorg
Comments