Henda duddunni úr rúminu og vælir svo yfir því að vera ekki með duddu??
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Feb 7, 2023
- 2 min read
Það eru komnir alveg 4 dagar held ég síðan eg bloggaði síðast og ég finn það strax hvað mer þykir gott að skrifa litlu mómentin sem börnin min eiga, ég er svo rosalega gleymin og finnst á sama tíma SVO mikilvægt að muna litlu hlutina.
Það hefur nú ekki verið mikið gangi hérna heima, ég tognaði í fótbolta og hef því þurft að vera róleg heima, hef ekki treyst mér til að fara með börnin neitt út. Við erum að vísu að vinna í MJÖG SPENNANDI verkefni! Ég segi betur frá því þegar við erum komin með það aðeins lengra - auðveldara að setja inn myndir og tala útfrá því 🥰
Núna hefur Alba verið að færa sig uppá skaftið þegar hún a að fara sofa, vælir því hún "finnur" ekki dudduna, skulum alveg hafa það á hreinu að hún sér alveg dudduna, hún vill bara að við setjum hana uppí sig....
Þessi tímabil þykir mér erfið, Ágúst fær að taka smá yfir þegar þetta er svona.. - okei nei ég er ekki að segja rétt,.. hann vill taka yfir en mamman nær alltaf að finna afsökun til að fara inn til hennar 🥹
Ekki mín sterkasta hlið en Ágúst er frábær í þessu - þegar ég er ekki nálægt þ.e.a.s.
Siggi er algjör draumur, hann babblar bara aðeins, leikur sér uppí rúmi ef hann vill - nema hvað??! Hann er farin að herma eftir Ölbu!! Já þau eru saman í herbergi, það hefur alltaf gengið vel en jesús minn elsku snáðinn verður svo falskur þegar hann hermir eftir systir sinni -"grenjar" í sömu tóntegund allan tímann 🤣
Þau systkinin vinna stundum saman á kvöldin, henda duddunum sínum úr rúminu og væla svo yfir því að vera ekki með duddu - augljóslega að leika sér að okkur, en hvað á ég að gera?? Ég get ekki bara EKKI sótt dudduna 🥺 jajaja ég veit að það tæki liklegast bara eitt duddulaust kvöld og þau myndur aldrei gera þetta aftur. En eg get það ekki! Þá skulum við frekar halda þessu bara áfram 🫣
Einnig er svo mikill munur hvort það sé ég eða Ágúst sem förum inn til þeirra ef eitthvað vantar, ef Ágúst fer inn til þeirra þegar þau væla þá leggjast þau á koddann, oftast ekki múkk frá þeim og áfram gakk.. en ef eg fer inn til þeirra í guðanna bænum þá skulum við sko passa að mamma viti náááákvæmlega hversu ömurlegt við höfum það. Ég fer til Ölbu, legg hana niður, finn dudduna, set bangsa og könnu hjá henni - á meðan er Siggi vælandi að bíða eftir að ég geri nákvæmlega það sama fyrir hann nema á meðan eg sinni honum þá stendur Alba upp, hendir duddunni frá sér, vælir og sér til þess að hún fái meiri athygli... svona gengur þetta fyrir sigar til ég kalla, Ágúst.. geturðu aðeins komið?
Hann labbar inn, gapir á okkur og spyr hvað sé eiginlega í gangi??
Það góða við þetta allt saman er að þetta er yfirleitt bara 10 mín að ganga yfir sig og svo sofa þau eins og steinn,.. allavega hann Siggi 😍
Comments