Hvernig róar maður tveggja ára barn?
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Jan 24, 2023
- 2 min read
Við erum að reyna selja bílinn okkar, gengur svona svakalega vel - lesist sem kaldhæðni - Ágúst notar hinn bílinn til að komast í vinnuna og ég fer með Sigga og Ölbu í kerrunni til þess að komast í og úr leikskólanum. Leikskólinn opnar 7.45 og ég þarf að vera komin aftur heim amk 1 mín í 8 þar sem ég er sjalf að taka á móti börnum svo foreldrar komist í vinnu. Þetta eru takk fyrir pent 14 taugaveiklaðar mínútur sem ég á á hverjum einasta morgni - ég er mjög sjaldan sein, mjög sjaldan og yfirleitt mætt amk 5-10 mín fyrr, þannig þetta er ekki beint ideal fyrir mig, og að byrja daginn svona... nei fyrirgefðu ég byrja yfirleitt daginn á stríði við hann Sigga þegar við ætlum að fara út.
Hann vill auðvitað gera eitthvað allt annað en að fá nýja bleyju, klæða sig og henda sér út í kuldagallann svona snemma að morgni, oh hvenær er þetta timabil búið?
Ef það er eitthvað sem er þreytandi þá er það þegar ég er að klæða hann, ég set hann í skó og þarf svo að negla hann niður til að koma honum í galla nema hvað!? Hann spriklar eins og fiskur á þurru landi þar til skórnir detta af.... f**k
Á meðan hann lætur svona er stundvísa ég að fá taugaáfall því klukkan heldur bara áfram en við erum að vinna afturábak 😵💫
Hvernig geri ég þennan tíma betri?? Afhverju megum við foreldrar ekki bara rétta barninu alltaf nammi þegar þá láta svona 🙄? Sú lausn virkar strax! Hvernig veit ég? Ég er með reynslu 🥲
Er ekki einhver sem bíður sig fram að fara með krakka í leikskólann? Mér finnst þessi tími dags erfiðastur en ég elska elska elska að sækja í leikskólann, myndi ekki vilja missa af því en að fara með í leikskólann? Be my guest!
En já bíllinn! Það sem ég sakna við hans á morgnanna er að vera ekki svona stressuð tímalega séð, ég var nánast alltaf komin heim 7.50 áður en ég fór að "skokka" með krakkana.
Jæja þá er gærmorguninn okkar kominn á blað, restin er bara fremur góð, eftir vinnu hittum við Siggi og Alba á Birnu, Ingu og synir þeirra.... mmmm hljómar eins og þær séu par en nei ekki svo gott - þær eru systur. Svo ólíkar systur, jesus minn! Ég vil meina að ég sé týnda systirinn sem jafnar ólíkindin þeirra út - ég er allavegna orðin ágæt að troða mér í fjölskylduhittinga og skipta mér af hinu og þessu.
En já ég elska það að setjast niður með þeim, horfa á krakkana leika sér, spjalla, slúðra, skoða hitt og þetta sem okkur langar í en tímum ekki, nema Inga right? 😏
Smá einkahúmorsúturdúr, ég er auðvitað eitthvað annað heppin með þær og elska hvað synir okkar ná vel saman - svona þegar þeir eru ekki að rífa af hvor öðrum 🙄
Comments