top of page
Search

Kuldaskór er ekki í boði í Krónunni

Kara og Rakel er báðar í Reykjavík og oft þegar þær eru ekki heima þá finnst okkur Ágústi svo róleg - eins sjálfbjarga og yndislegar þær eru þá eru þær líka fyrirferðamiklar.

Það augljóslega vantar eitthvað heima ❤️

Í morgun fórum við í íþróttaskólann með Ölbu og Sigga og viti menn! Siggi þurfti EKKI að taka fyrstu 10 mínúturnar í fanginu á pabba sínum!!! Hann fór bara beint að leika sér! Það er svo gaman að sjá þessu litlu breytingar, hann er að verða öruggari og mögulega er litla systir að hjálpa helling þar - hann horfir á hana hlaupa í allt, óhrædd og full örugg ef þú spyrð mig.

Eftir íþróttaskólann fórum við í krónuna, við elskum krónuna, hún er bara nýkomin til Akureyrar og við elskum það! EN HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ KERRURNAR ?? eru krakkarnir mínir með svona stórar lappir ??? Ef þau eru í kuldaskóm þá þurfum við að taka þau úr skónum til að koma þeim í og úr kerrunum... það er vel þreytt, sérstaklega þegar elsku Siggi minn vill bara vera í skónum sínum og þegar við tökum hann úr þeim er það ekki bara við sem fáum að heyra það heldur aaaalllir í krónunni..

Við komum heim, fengum okkur hádegismat og þar sem ég er furðu þreytt þessa dagana ákvað ég að hvíla mig með krökkunum og mögulega rúmlega það! Við vorum komin uppí rúm klukkan 12.30 - nokkuð viss um að ég heyrði í Ágúst sækja þau um 15 en ég svaf til 17.30! Hvað er málið með þreytuna ? Ég sef vel, fæ alltaf um 8 tíma svefn, slitróttur en ég er orðin vön því... síðustu 2 vikur þá er eins og ég geti sofið endlaust, eða ókei, ég hef alltaf geta sofið endalaust en núna er eins og ég ÞURFI að taka einn til tvo lúra ef ég á að meika daginn!🥱

Klukkan er núna 22, um 4 tímar síðan ég fékk rúmlega 5 tíma lúr og ég gæti auðveldlega farið að sofa núna fyrir nóttina - talandi um, Raymond er í sjónvarpinu, Ágúst bíður eftir mér í sófanum og Benni í frystinum.


 
 
 

Comments


bottom of page