top of page
Search

Litlu börnin stækka svo hratt 🥺

Á meðan við Ágúst horfðum á leikinn voru krakkarnir í hláturskasti að leika sér saman, þessi fótboltaleikur á móti Southampton var ekkert til að brosa yfir og við vorum orðin frekar fúl þegar Casemiro var sendur af vellinum með rautt spjald.

Aftur á móti er mjög erfitt að vera pirraður þegar tveir gríslingar hlaupa um allt í hláturskasti, það er svo yndislegt þegar þau leika sér saman og sjá hvað þau hafa gaman af því. Þarna snérist leikurinn um að fela sig á bakvið gardínuna ❤️

Þegar ég var orðin of stressuð yfir leiknum kúplaði ég mig bara út og fylgdist með Sigga og Ölbu, það gleður mig oftast ❤️



Alla sunnudaga endum við daginn á baði, uppáhaldstíminn okkar ❤️

Siggi er farinn að fatta hvað við erum að fara gera þegar við Ágúst segjum "eigum við að fara" smá pása "í bað!!"

Siggi hleypur inná bað á meðan Alba horfir á okkur brosandi og kinkar kolli 🥹


Fyrir stuttu keypti ég geggjuðustu sápu í heimi, þetta er einhversskonar froðusápa sem hægt er að móta - mjög skemmtileg og við Ágúst erum alltaf jafn spennt að nota þessu sápu með þeim nema hvað, þau eru svo hrædd við hana 😅 sérstaklega Alba, Siggi er aðeins farinn að venjast henni en til að byrja með tóku þau bæði trylling þegar mótuð froðan fékk að synda i vatninu 😂

Alba er ekki ennþá búin að samþykkja þessa sápu og tekur það heldur betur á litlu lummuna þegar sápan fer í vatnið 🥹

Það kemur - Ágúst er duglegur að þrjóskast áfram með að venja krakkana af því að vera hrædd við eitthvað og sýna þeim að allt sé í lagi ❤️


Eftir að krakkarnir fóru að sofa tókum við Ágúst yndislegt spjall og skoðuðum gamlar myndir af Ölbu og Sigga ❤️ tíminn flýgur svo hratt, litlu börnin okkar stækka svo hratt og stundum er svo gott að stoppa og minna sig á það.


Ég sagði við Ágúst, drífum okkur að ganga frá niðri og komum okkur svo fyrir.

Ég kom mér fyrir til að skrifa þetta blogg og hann er að ganga frá niðri 🙈 ég ætla að fara hjálpa þessum fullkomna manni sem ég á 🤩



 
 
 

Comments


bottom of page