top of page
Search

Lífið varð skyndilega auðveldara

Vávává, ég er nokkrum sinnum búin að panta heimsendingu frá Krónunni - þvílíkur lúxus! Þetta er eitt af því besta sem hefur komið fyrir barnafjölskyldur, sleppa af og til að fara í stóra búðaferð,.. það er nefnilega ekkert grín að fara með börn í búðina, ekki að ég komi mér í þær aðstæður heldur er ég oft vitni að brjálæðsköstum hjá börnum í búðinni.. ég vorkenni foreldrunum ALLTAF, hvað á maður að gera? Ég veit hvað Ágúst myndi gera, hann mundi standa á sínu og sýna krökkunum að þetta sé ekki í boði sama hversu mikið þau öskra og gráta en málið er að við flest höndlum þetta ekki í almenning, við annahvort komum okkur út úr búðinni með grátandi barn eða reynum að sína þeim allt svo þau hætta.

Eins og ég segi þá reyni ég að koma mér ekki í þessar aðstæður, ég sé alveg fyrir mér litlu Ölbu taka frekjukast í búðinni og ég er með of mikinn félagskvíða til díla við svona athygli!


Þessvegna er heimsending krónunnar eitt af því besta sem ég veit um! Þú pantar eins mikið og þú vilt, færð þetta sent (liggur við) þegar þú vilt, sleppir við að halda á pokunum hingað og þangað, kvittun í símann, sms tilkynning rétt áður en þeir koma, ef eitthvað er ekki til þá finna þeir eitthvað svipað og skipta því út, ef eitthvað vantar í pokana þá endurgreiða þeir þér það strax eða koma sem fyrst, borgar ekkert pokagjald ef þú lætur þá fá pokana frá síðustu heimsendingu og þú þarft ekki að eyða krónu í bensín né tíma í að versla 😍😍


ree

Annað frábær ráð, ekki taka Cheerios í poka fyrir krakkanna í bílinn...

Siggi borðaði hvert einasta i sínum poka en ég get ekki sagt það sama um Ölbu...

ree

Ég er ekki búin að ryksuga þetta upp en í hvert skipti sem ég set Ölbu í stólinn þá dettur 1-3 Cheerios út þannig ég hugsaði "eftir nokkur skipti verður bílinn hreinn og ég sparaði hellings tíma 🤔"

Nokkrar myndir frá deginum í dag, yndislegur tími saman og fuullkomin leið til að þreyta krakkanna fyrir hádegislúrinn 🤩



 
 
 

Comments


bottom of page