top of page
Search

Neymar? Gat það ekki verið Jón Jónsson frekar?

Það er sko alveg á hreinu að ég get ekki lengur keypt föt á Köru 😬

Í gær fórum við Kara að versla sundföt og íþróttaföt, það er orðið aaaðeins flóknara en mig grunaði.

90% af því sem ég valdi var hallærislegt... ég er nú ekki hallærislegan fatasmekk?? Er það?? Hún vildi ekki sjá liti, NEMA ef það var tengt liverpool, íslenska landsliðinu og PSG???? PSG?? Uh okei, fyrir ykkur óáhugamenn fótbolta þá er PSG fótboltalið, mjög frægt fótboltalið - Messi, Neymar og Mbappe spila með því.. sumir eru engu nær en jæja.. hvaðan kom þetta PSG æði?

Hún er að vísu búin að fylgjast furðu mikið með Neymar, er fyrsta crushið komið??

Við Ágúst spurðum hana í gær hvort hún var skotin í honum og við heldur betur fengum að heyra það. Það var bara eitthvað að okkur, hvernig dirfist þið að spurja??

Þetta var ákveðið weakpoint moment hjá henni 😏


Mér finnst Kara vera breytast svo mikið, mér finnst hún loka sig meira af, ég næ ekki eins auðveldlega að lesa hana og stundum eins og hún sé tilfinningalega dofin. Þessar þrjár lýsingar lýsa mér líka nema ég er búin að skána helling en alltaf þegar ég sé mína "galla" í henni þá verð ég pínu óörugg og hræðist að henni líði illa þrátt fyrir að hún segjast líða vel.

Ég er held ég almennt mjög smeik um að börnin mín munu eiga erfið unglingsár og því of fljót að hugsa eitthvað neikvætt, - það sé eitthvað leiðinlegt sem gerðist i skólanum, einhver sagði eitthvað særandi eða það hafi farið yfir hennar mörk, EN svo aftur á sama tíma veit Kara NÁKVÆMLEGA hvernig hún á að haga sér svo ég detti í vorkunar/já amen gírinn og verð öll mússímússí.

Ég vildi ég óska þess að ég gæti fylgst með krökkunum mínum 24/7 og séð ALLT sem er í gangi. Á svona tímum er Ágúst frábær! Hann minnir mig alltaf á hvað það er þroskandi og gott fyrir krakkana að upplifa mismunandi hluti og læra bregðast útfrá því.. blablabla ég vil bara eiga börnin mín i búbblu plasti, lengst uppí sveit þar sem enginn getur gert neinum neitt!

Sannar það einu sinni enn hvað Ágúst styrkir alla mína veikleika ❤



 
 
 

Comments


bottom of page