Reið, full lítil kona
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Feb 20, 2023
- 1 min read
Siggi var með smá hita í gær þannig ég er með hann heima i dag - Ágúst og Alba eru uppá spítala í skoðun og ég er örugglega búin að stress borða fyrir alla vikuna. Ég vanalega borða ekki brauð en í dag át ég örugglega hálfan brauðpoka á hálftíma!
Ágúst var bara rétt í þessu að hringja, Alba fékk kæruleysislyf áður en hún fékk þvaglegg, ég segi það bara orðrétt eftir Ágústi.. "hún var eins og reið, full lítil kona".
Lyfin fara misvel í börn og þetta var kannski ekki alveg málið fyrir Ölbu, það góða er að hún mun ekki muna eftir neinu 😮💨
Í ljós kom að aðeins virknin í öðrum þvagleiðaranum er búin að þroskast á eðlilegan máta, það er að sjálfu sér frábærar fréttir ❤️
Á morgun ætlar læknirinn hennar að hringja i okkur og segja hvernig framhaldið er og hvernig hinn leiðarinn hefur það 🥰
Vá hvað það var gott að fá þau heim, hvernig fer fólk í gegnum þetta líf eiginlega??? Mér finnst ég vera með stöðugar áhyggjur, stöðugt hrædd um að eitthvað hræðilegt gerist - ég hef svooo mikið að missa og það hræðir mig.
Ef ég fengi að ráða byggjum við í sveit einhverstaðar lengst útí assi, allir í búbbluplasti og allir hamingjusamiiir 🥹🥹 er þetta ekki ekki raunhæft??
Nokkrar myndir frá símtalinu okkar, Alba tiltölulega ný búin að fá kæruleysislyf og því mjög sljó 🤣
Comments