top of page
Search

Siggi sibbakall

Elsku hnoðrinn minn var svo lítill í sér þegar hann vaknaði, hann vaknaði klukkan hálf 7 sem er frekar snemma miðað við og hann var voða vælinn, eins og hann væri hræddur - ég var ekki lengi að sækja hann en ég vildi kúra aðeins lengur þannig við fórum uppí mömmu og pabba holu. Að mér hafi dottið í hug að hann myndi vilja liggja þar því við tók bara öskur og grátur, "SIBBI" gólar hann. Sibbi getur bæði verið "síminn" eða "simbi" úr lion king. Það tók mig hálfa sekúndu að rétta honum símann, guð hvað ég þarf að fara taka mig á - hann stjórnar mér ALVEG!

Siggi 1 - 0 Mamma


Við kúrðum í smá, as in kúra þá meina ég, ég lá með lokuð augun og hann að horfa á eitthvað heilalaust á youtube.

Mér finnst gott að gera Sigga kláran áður en Alba vaknar svo við hentum okkur niður í nýja bleyju og föt. Siggi fékk að horfa á youtube á meðan...

Siggi 2 - 0 Mamma


Ég hugsaði þarna, æi ég þarf að fara hætta þessu rugli, hann verður bara frekari og frekari - hann lætur sko ekki svona við pabba sinn, eða hann tekur mjög stutt frekjuköst á hann en getur verið frekar óþolandi í kringum mig.

Jæja ég tók simann og var mjög ákveðin, stóð við mitt og kastið endaði stutt.

Siggi 2 - 1 Mamma


Ég fór upp að sækja Ölbu, elsku snúllan sefur oftast á maganum, hnén saman og með rassinn uppí loft 🥹

Hún flýgur yfirleitt áfram á morgnanna og lætur ekki mikið fyrir sér fara 🥰


Það gerist mjög oft að ef Siggi er ósáttur að ég finna afsökun fyrir hann, "æ kannski var hann með martröð í nótt, kannski er hann hræddur um að við séum að yfirgefa hann, kannski er honum illt" - jebb oftast eitthvað dramatískt og væmið þannig Ágúst verður grænn í framan.


Grænn i framan? 😅 minnir mig á ömmu Diddu, hún notar þetta.

"Þú verður bara grænn i framan í þessu vonda veðri"


Nokkrar myndir frá helginni ❤



 
 
 

Comments


bottom of page