Stolt mamma
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Jan 13, 2023
- 1 min read
Updated: Jan 18, 2023
Það er strax kominn föstudagur, þessar vikur líða alltof hratt og ég átta mig alltaf meira og meira hvað ég á eftir að hafa gaman að lesa til baka.
Við Ágúst vorum einmitt að skoða símann hans í gær og fara yfir gamlar myndir og video og jeminn hvað sérstaklega Siggi og Kara eru búin að þroskast 😳
Við vorum að skoða video af Köru og Rakel fá sér teskeið af kanil 😅 - þeirra hugmynd 🙄
Mér finnst svo ótrúlegt að þegar maður horfir á ár aftur í tímann og sjá hvað mikið hefur breyst - Kara gerir mig svo stolta, hún er svo sjálfbjarga, duglega og mettnaðarsöm. Hún hefur verið að æfa fótbolta með þór núna í ár og var að bæta fimleikum við - hún hefur svo mikinn áhuga á hvernig maður verður betri í hinu og þessu. Oft er hún að biðja mig um að kenna sér að gera flikk eða heljarstökk.... já einmitt, því ég kann það svo mikið..
En vó getum við aðeins rætt hvað það kostar að æfa fimleika? Hún er 10 ára og ég borgaði 110.000 fyrir eina önn, semsagt frá jan-jún 🥹 hjálpi mér - fyrir 2 annir í fótboltanum borgaði ég 120.000, það finnst mér skiljanlegra.
En svo lengi sem hún mætir, sýnir áhuga og metnað þá er ég all for it!
Sjálf vildi ég alltaf æfa fimleika, eða ég væri svo til í að hafa grunninn! Held ég hafi verið 25 ára þegar ég loksins komst í handstöðu, við vegg!! En svo þegar maður er búin að læra þá er þetta bara fast í vöðvaminninu 💪
Jæja, Siggi er orðinn óþolinmóður, vill fá athygli þannig ég ætla leggja símann niður.
Comments