Ég hélt að börnin ættu að koma í veg fyrir að þetta gerðist!!!
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Feb 28, 2023
- 3 min read
Klukkan var 7.57 þegar ég vaknaði í morgun við snap frá vinkonu minni... 7:57!!!! Stelpurnar sem eru hjá mér í dagmömmunni mæta eftir ÞRJÁR mínutur og ég stend hér ný vöknuð, Siggi bablandi uppí rúmi, Alba sofandi, Kara sofandi og Ágúst i vinnunni 😳
Eiga þessi blessuðu börn ekki að sjá til þess að maður sefur ekki yfir sig????
Jæja nú þarf ég að vera klár - ég hendi mér næsti buxur sem ég sé, finn teygju og set hárið í snúð, hleyp niður og þá auðvitað kallar Siggi á eftir mér, kveiki öll ljós, tek hurðina úr lás þar sem ég leyfi foreldrum að labba inn a morgnanna og vek Köru. Á meðan ég kem henni á lappir kemur fyrsta barnið - ég auðvitað eins og alla aðra morgna "góðan daginn elsku snúlla" þvílíka panikkið.
Allar 4 stelpurnar eru komnar inn til mín og í matarstólana, ég hleyp upp og sæki Siggi og vek Ölbu. Þvílíka Siggakrútt, honum fannst svo spennandi að koma niður og sjá allar stelpurnar.
Þarna stoppa ég aðeins, tannbursta mig og hugsa, hvað á eg að gera?? Ég gæti auðveldlega hringt í besta manninn og hann myndi koma hlaupandi, tilbúinn að redda öllu fyrir mig en ég hugsaði að ég ætti bara að vera róleg, gefa þeim öllum að borða, klæða þau, labba öll saman með Sigga á leikskólann og kíkja svo með stelpurnar á leikvöll.
Það er ekki mikill munur að vera með 5 eða 6 börn, helsti munurinn er að Siggi er frekur á mömmu sín og því stundum erfitt að díla við hann. Jæja krossum putta!!
Ég hafði það smá á tilfinningunni að Siggi væri að undirbúa sig til að vera erfiður á leiðinni uppá leikskóla þegar hann var að knúsa allar stelpurnar á meðan við klæddum okkur í útiföt.
Tíbískt að hann sé að vinna sér inn krúttstig svona svo hann geti verið erfiður á leiðinni 😬
Ég var búin að klæða alla í útiföt, koma stelpunum fimm saman í kerruna og ég hafði ekki hugmynd hvar ég átti að planta Sigga.
Ég tók band, batt það við kerruna og sagði við Sigga að halda á þessu, mjög bjartsýn ég veit en hvað á ég að gera??
Jæja við leggjum af stað og með hverju skrefi sem Siggi tók og hélt í þetta band gerði hann mig stolta OG VITI MENN!! Hann hélt sjálfur í þetta band ALLA LEIÐINA!! Hann var ekki bundinn við það, hann hélt í það, hann stoppaði þegar ég stoppaði, ef hann missti bandið þá tók hann í það aftur og hélt áfram að labba.
Vá þvilíka fyrirmyndabarn, ég verð að viðurkenna, ég bjóst sko ekki við þessu og ég skal alveg segja ykkur það að þessi agi hans kemur frá pabba sínum, hvernig Ágúst elur upp og leiðbeinir mér með börnin er til fyrirmyndar. Hann á stóóóóran part í því hvað börnin eru góð.
Ég er líka frábær uppalandi en á öðru sviði 🙄
Við komum í leikskólann og Siggi fer inn - vá þetta bara gátum við í sameiningu. Ég var svo ánægð með Sigga, ég var líka svo ánægð með sjálfa mig að hafa ekki látið morguninn hafa neikvæð áhrif á daginn 🥰
Eitt það besta við að vinna með börnum er að ég get hagað mér eins og kjáni, hárið útum allt, bolurinn allir útí hori og slefi en enginn dæmir mig ❤️
Ég elska þessi börn, ég elska dagmömmustelpurnar mínar.
Comments