Ítalía part 2
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Apr 11, 2023
- 3 min read
Mánudagurinn 3.apríl var eyddur í Rome, við ætluðum upprunalega að taka lest en þegar við komum á lestarstöðina þá var um.þ.b 40-50 mín bið í lestina svo við ákváðum að keyra. Það er ekki mælt með því að fara á bíl inní Rome, það er bæði mjög erfitt að fá stæði og einnig er umferðin mjög mikil.
Við Ágúst fengum ekki stæði í bílakjallaranum eins og hinir en vorum furðu fljót að finna stæði sem kostaði aðeins 4 evrur fyrir allan daginn - þvílík lukka!
Við sameinuðust öll saman á litlu kaffihúsi? Held þetta hafi verið kaffihús. Það voru lítil hringlaga borð fyrir utan og stólar, lítil rándýr sjoppa við hliðiná - ég man ég athugaði hvað hvítur monster kostaði og hann var á rúmar 5 evrur?? 5 evrur eru 750 krónur isk og hér á íslandi er hann dýrastur á 400-500 krónur.
Við dúsuðum alveg í góða stund á kaffihúsinu, settumst niður, keyptum okkur drykki og fengum að nýta salernið sem var ekki vinsælt, afgreiðsludaman var mjög bitur yfir því að sum okkar notuðum salernið - við vorum augljóslega ekki velkomin að nota það, ætli hún hafi viljað að við versluðum meira en bara drykki?
Það var lítið annað í boði fyrir okkur en að bíða þarna þar sem Siggi (pabbi Ágústar) og Benni voru að vinna í því að fá leiðsögumann fyrir Vatíkanið.
Á endanum fengum við leiðsögumann sem ætlar að sýna okkur Vatikanið en hann var ekki laus fyrr en eftir 35 mín þannig við ákváðum að eyða þeirri bið á veitingastað sem var rétt hjá. Siggi pantar 4 stórar pizzur og lætur vita að við séum á hraðferð.
Ef ég man rétt komu pizzurnar 6 mín áður en við þurftum að hlaupa af stað 🥲
Ég hef aldrei borðað svona hratt en guð minn hvað þetta voru góðar pizzur!! Þvílík leiðindi að geta ekki notið þess að borða þarna! Jæja, allir taka síðasta bitan og áfram gakk!
Við finnum leiðsögumanninn og hann kemur okkur inn í Vatíkanið, ég fékk smá sjokk þegar ég labbaði inn, þetta var bara eins og flugvöllur til að byrja með... þú þarft að fara í gegnum svona öryggishlið, allt dótið þitt fer í svona "xray". Þarna hugsaði ég, "ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er, afhverju er svona rosaleg gæsla.. hvað er þetta??"
Jæja við erum komin inn, af því að við erum með leiðsögumann þá gengur allt frekar hratt fyrir sig. Biðin fyrir utan Vatíkanið var kannski 40mín? En röðin fyrir almenning var rúmlega 5 klst!! FIMM KLUKKUSTUNDIR??? Og það er bara röðin INN! Eftir að þú ert kominn inn eru skrilljón raðir sem þú þarft að bíða í ef þú ert ekki með leiðsögumann!!
Úff hvað er þetta? Fólk er bara að leggja þetta á sig til að sjá eitthvað sem ég veit ekki einu sinni hvað er..
Ég er sko ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni þegar það kemur að einhveru sögu tengdu.
Ég man svo sérstaklega eftir því þegar leiðsögumaðurinn spurði fólkið, hvað vitið þið um Vatikanið? Og svo svaraði hann strax og sagði, fyrir utan að mikael angelo? Hafi málað loftið, því það vita allir..
Þarna var ég bara eins og kúkur.. það er svo alltof augljóst að ég eyddi sögutímunum í skólanum í eitthvað allt annað en að hlusta 🙄
Dont get me wrong, þetta er allt mjög fallegt, mér finnst gaman að hafa séð þetta og who knows, kannski einn daginn skil ég æsinginn í kringum þetta.
Mér þótti útisvæðið inní Vatikaninu svo fallegt og auðvitað ekkert annað í boði en að kaupa minjagrip af því ❤️
Það var eitt ákveðið sem var mikið brainfart, það tók okkur svo langan tíma að komast þangað inn, hlið útum allt, upp og niður stiga, öryggisverðir útum allt en þegar við vorum komin á útisvæðið þá löbbuðum við á milli eitthvað húsasund og vitið menn! Við vorum bara mætt fyrir utan veitingastaðinn sem við fórum á fyrr um daginn 🤯 mikið wtf í gangi þarna.
Það var ekkert annað í boði en að fá okkur aftur að borða á þessum geggjaða veitingastað, setjast niður og njóóta!! Þetta móment var fyrir mér ekta Ítalía, settumst niður, fengum svo gegggjaðan ítalskan mat á meðan það var sungið og spilað ekta ítölsk lög fyrir alla á staðnum 💃🏻
Geggjuð upplifun og svo endalaust þakklátt fyrir þetta móment.
Klukkan var orðin frekar margt og við þurfum að fara huga okkur að því að koma heim, lúlla og safna orku fyrir næsta dag.
Við komum okkur í bílinn, fengum að vísu skell þegar þessi ágætis miði sat á bílrúðunni... 80 evrur í sekt!! Við sem héldum að við hefðum gert díl aldarinnar! 4 evrur fyrir allan daginn eftir stutta leit af stæði í miðri Róm hljómar mjög ótrúlegt, full ótrúlegt 🙈
Lítið hægt að gera í því!! Við fórum heim og lúlluðum eftir þennan geggjaða dag 🤎
Comments