Ömmugleði ❤
- Alexandra Thorsteinsdottir
- Jan 19, 2023
- 2 min read
Síðustu dagar hafa verið hafa verið ólíkir hversdagsleikanum og það var nú bara í hádeginu í gær sem við Ágúst töluðum um hvað við værum spennt að koma heim eftir vinnu og njóta þess að vera með krökkunum áður en við græjum mat.
Okkar hversdagsleiki er vinna til 16/16.15 - sækja krakkana - eyða tímanum með krökkunum til 18 - elda - borða - ganga frá - koma krökkunum í ból klukkan 20 - restin er okkar tími nema það að við förum oftast uppí rúm milli 21 og 22 😴
Anyways,.. miðað við hvernig vikan hefur verið þá máttum við alveg búast við því að við fengum ekki venjulegan dag og það heldur betur fór þannig, nema dagurinn varð miklu betri - Amma Eva er að koma óvænt með flugi! Eva er mamma Ágústar ❤
Ohh hvað við höfum saknað hennar, vá hvað við söknum afa Sigga og stelpurnar (systur Ágústar) - það er svo mikið líf þegar við erum saman, alltaf stuð, nóg um að vera, mikið hlegið og endalaus vellíðan. Við Ágúst dettum alltaf inní þann pakka að hugsa, mikið vildum við óska þess að við byggjum nær fjölskyldunni, á sama tíma þá kunnum við örugglega miklu meira alltaf að meta tímann sem við fáum með öllum fyrir sunnan núna heldur en þegar við bjuggum í rvk.
Amma Eva kom en ég þurfti að hlaupa strax út a fund, ég gat samt ekki sleppt því að fylgjast með krökkunum þegar þau sáu ömmu, þvílikt gleði, Alba horfði bara á ömmu sína og brosti - Siggi kom hlaupandi á bablinu ❤
Þessi móment eru í uppáhaldi hjá mér ❤
Ég kom heim af fundinum í heldur betur krúttlega stund - amma Eva hafði komið með búninga af Ágúst og systrum hans 🥹 það er ekki erfitt að bræða mig hvað þá með fötum sem hafa tilfinningalegt gildi, jajaja ég er
rosa dramtísk, væmin og allt það. En sjáið þetta 😍🥺

Eins og áður þá er Siggi ekki mikið fyrir að prufa nýja hluti ef það innifelur í sér að hann er í aðalhlutverki og það var heldur betur raunin þegar Amma Eva hafði sýnt honum búningana - notum þá bara á litlu systir! Sjaum hvernig hún tekur í þetta og svooo skal ég hugsa hvort ég sé til í þetta 🥲
Engir sénsar teknir hjá Sigga mínum 🥹
Fjölskyldan er mér allt, díses hvað ég er heppin með allt mitt fólk ❤
Comments